5. fundur
utanríkismálanefndar á 142. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8–10, fimmtudaginn 4. júlí 2013 kl. 08:30


Mættir:

Birgir Ármannsson (BÁ) formaður, kl. 10:30
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD) 1. varaformaður, kl. 10:30
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 10:30
Árni Þór Sigurðsson (ÁÞS), kl. 10:30
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 10:30
Brynhildur S. Björnsdóttir (BSB) fyrir ÓP, kl. 10:30
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 10:30
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 10:30
Þorsteinn Magnússon (ÞM) fyrir FSigurj, kl. 10:30
Össur Skarphéðinsson (ÖS), kl. 10:30

Nefndarritari: Stígur Stefánsson

Bókað:

1) Evrópumál. Kl. 08:40
Á fund nefndarinnar komu Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra, Einar Gunnarsson, Stefán Haukur Jóhannesson, Högni S. Kristjánsson, Hermann Ingólfsson og Margrét Gísladóttir frá utanríkisráðuneytinu.

Utanríkisráðherra fór yfir nýleg samtöl sín við forystu Evrópusambandsins og einstakra aðildarríkja og svaraði spurningum nefndarmanna.

Þá fóru Einar Gunnarsson og Hermann Ingólfsson stuttlega yfir þróun mála í Egyptalandi og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) Fundagerðir síðustu funda. Kl. 10:26
Fundagerðir funda utanríkismálanefndar frá 11. og 18. júní voru lagðar fram til staðfestingar og verða þær birtar á vef Alþingis.

3) Alþjóðastarf utanríkismálanefndar. Kl. 10:24
Fjallað var um alþjóðastarfið framundan og ákveðið að setja á fót þriggja manna hóp til að fara yfir það.

4) Önnur mál Kl. 10:34
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:34